spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaErfiður þriðji leikhluti Aþenu að falli í Smáranum

Erfiður þriðji leikhluti Aþenu að falli í Smáranum

Grindavík lagði Aþenu í kvöld í Smáranum í 20. umferð Bónus deildar kvenna, 85-71.

Bæði eru liðin í B riðil deildarkeppninnar, en eftir leikinn er Grindavík í 3.-4. sæti deildarinnar (8.-9. sætinu) á meðan Aþena er í 5. sætinu (10. sætinu)

Hér má sjá stöðuna í deildinni

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn og spennandi lengi vel. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Grindavík þó með 2 stigum og þegar í hálfleik var komið var forysta þeirra komin í 4 stig.

Vendipunkturinn í leiknum var svo í upphafi þriðja leikhlutans, en þá taka heimakonur öll völd á vellinum, vinna þann þriðja með 10 stigum og eru því þægilegum 14 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Aþena gerir ágætlega að missa þær ekki lengra frá sér í þeim fjórða. Ná hinsvegar ekki að koma forskoti Grindavíkur neðar en 6 stig í fjórðungnum og undir lokin ná heimakonur að innsigla nokkuð góðan sigur, 85-71.

Atkvæðamestar fyrir Aþenu í leiknum voru Daisha Bradford með 27 stig, 10 fráköst 8 stoðsendingar og Isabella Ósk Sigurðardóttir með 18 stig og 10 fráköst.

Fyrir gestina úr Breiðholti var Violet Morrow atkvæðamest með 17 stig og 5 fráköst. Þá bætti Dzana Crnac við 12 stigum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -