Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao unnu mikilvægan sigur í botnbaráttu ACB deildarinnar í dag er liðið lagði Girona nokkuð örugglega, 96-83.
Tryggvi hafði hægt um sig í stigaskorun í leiknum, en á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði hann 2 stigum, 7 fráköstum, stoðsendingu, 4 stolnum boltum og 3 vörðum skotum.
Eftir leikinn er Bilbao í 12. til 13. sæti deildarinnar með átta sigra líkt og Breogan, en þeir eru nú tveimur sigurleikjum fyrir ofan Granada sem eru á fallsvæðinu í 17. sætinu.