spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHöttur fallnir eftir erfiðar lokamínútur á Meistaravöllum

Höttur fallnir eftir erfiðar lokamínútur á Meistaravöllum

KR hafði betur gegn Hetti á Meistaravöllum í kvöld í 19. umferð Bónus deildar karla, 97-75.

Eftir leikinn er KR með 18 stig í 7.-8. sæti deildarinnar. Höttur er hinsvegar í 11. sætinu með 8 stig, en þar sem þeir náðu ekki að ná í sigur í kvöld er liðið fallið og mun því fylgja Haukum í fyrstu deildina á næsta tímabili.

Það voru gestirnir frá Egilsstöðum sem leiddu lengst af í fyrri hálfleiknum. Voru með fjögurra stiga forystu eftir fyrsta leikhluta, en undir lok fyrri hálfleiksins náði KR að loka gatinu og voru sjálfir komnir með þriggja stiga forskot, 41-38.

Liðin skiptast á snöggum áhlaupum í upphafi seinni hálfleiksins og má þar vart sjá á milli þeirra. Munurinn fyrir lokaleikhlutann aðeins eitt stig Hetti í vil. Fjórði leikhlutinn er svo líklega eitthvað sem Höttur vill gleyma. Fara ágætlega af stað í honum, en um miðbygg hlutans, þegar staðan er nánast jöfn taka heimamenn öll völd á vellinum. Ná að stoppa allt varnarlega og skora körfur í öllum regnbogans litum. Á þessum lokakafla nær KR að innsigla gífurlega öruggan 22 stiga sigur, 97-75.

Atkvæðamestir fyrir Hött í leiknum voru Obie Trotter með 17 stig, 5 frákoöst og Nemanja Knezevic með 11 stig og 12 fráköst.

Í nokkuð jöfnu liði KR var Linards Jaunzems atkvæðamestur með 29 stig og 13 fráköst. Honum næstur var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 16 stig, 13 fráköst og 8 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -