Mikil veisla verður á Meistaravöllum á morgun laugardag þegar að kvenna- og karlalið KR spila hvort sinn leikinn og styrkja Einstök börn um leið.
Á boðstólum verður nokkuð þétt dagskrá þar sem í boði verður tónlist, matur og góður körfubolti. Um styrktarleiki er að ræða, en ásamt sölu á leikinn mun félagið einnig hafa framleitt sérstaka boli sem verða til sölu á staðnum til styrktar Einstökum börnum.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá dagskrá Meistaravalla á morgun, sem og tvö myndbönd sem KR framleiddi fyrir daginn.
Fjölmiðlamaðurinn Kolbeinn Tumi Daðason verður kynnir kvöldsins og tónlistarmaðurinn Flóni tekur lagið á milli leikja.
Dagskráin á Meistaravöllum, laugardaginn 1. mars
16:00 | Félagsheimilið opið | Sala á styrktartreyjum hefst
16:20 | Heiðursgestir heilsa leikmönnum og dómurum
16:30 | KR – ÍR í 1. deild kvenna
17:45 | Burgers inni í félagsheimili a la Axel Óskars
18:30 | Flóni tekur lagið inni í A-sal
18:50 | Heiðursgestir heilsa leikmönnum og dómurum
19:00 | KR – Höttur í Bónusdeild karla
20:45 | Opið inni í félagsheimili eftir leik