Þór tók á móti Stjörnunni í naglbít í Icelandic Glacial Höllinni og eftir framlengingu vann Þór, 94-91. Þar með komst Þór uppí 7. sætið en þar sem Tindastóll tapaði í kvöld á móti Álftanes, er engin breyting í efstu sætunum. Þar eru Tindastóll og Stjarnan jöfn að stigum, en Stólarnir sæti ofar vegna innbyrðisstöðu.
Fyrir leik
Þór þarf nauðsynlega á sigri að halda þar sem þeir eru í 10.sæti fyrir leikinn í kvöld en liðinn frá 7.sæti niður í 10 eru öll með 16.stig. Þór tapaði síðast illa fyrir Stjörnunni á útivelli og eiga þá harma að hefna fyrir leik kvöldsins en það hafa orðið miklar breytingar á liði Þór síðan þá.
Allir heilir nema að Ho Yu Fat er með brotna hnéskel.
Stjarnan er með augun á toppsætinu sem þeir misstu norður í Skagafjörðinn. En Stjarnan og Tindstóll eru bæði með 28 stig á toppi deildarinnar. Allir heilir en þeir Ægir,Orri, Bjarni og Hilmar voru að koma úr landsliðsverkefni þar sem Ísland tryggði sig á EM.
Byrjunarlið
Þór: Tomsick, Heron, Emil, Ragnar, Sample
Stjarnan: Hilmar, Ægir, Orri, Febres, Shaquille.
Gangur leiks
Jafnræði er á liðunum í 1. Leikhluta sem endar Þór 23-26 Stjarnan. Hvorugt lið er að hitta vel fyrir utan í byrjun leiks Þór er 2/7 í þriggja og Stjarnan 1/8 en þeir eru hinsvegar 84% í tveggja stiga. Þór gera 9-0 áhlaup á Stjörnuna í öðrum leikhluta. Ná að loka vel á Stjörnuna inn í teig sem finna ekki fjölina sína fyrir utan.
Góður varnarleikur báðum megin. Stjarnan byrjar að hitta fyrir utan þegar 3 mínútur eru eftir af leikhlutanum og leikhlutinn endar jafn og Stjarnan er því áfram yfir Þór 41-44 Stjarnan. Þórsarar fá tvær tæknivillur í fyrri hálfleik fyrir mótmæli og augljóst að þessi leikur skiptir þá extra miklu máli.
Áfram jafnræði þó er Stjarnan einu skrefi á undan. En bæði lið að gera klaufaleg mistök og ekki besta nýtingin hjá Þór.
Þór hefur samt lokað á mestu blæðinguna inní teig en þá hittir Stjarnan fyrir utan en Þór verða að bæta sína nýtingu ætli þeir að vinna auk þess sem þeir virðast of hugsa leikinn.
Mustapha er duglegur að keyra á körfuna og er að sýna frábær tilþrif, meðan er Tomsick ekki að hitta á sinn leik og munar um minna. Hinum megin er Hilmar Smári að halda uppi sóknarleik Stjörnunnar. Staðan fyrir 4 leikhluta er Þór 60-67 Stjarnan.
Jordan er allt í öllu tekur sóknar og varnarfráköst og þegar leikhlutin er hálfnaður er hann búin að skora öll stig þórs og fær þá loks hjálp frá Tomsick sem setur þrist til að jafna leikinn. Og við erum komin með leikhlé hjá Stjörnunni sem eru með kalda úlnliði í þessum leik. Stjarnan nær að stoppa og komast yfir aftur en eiga mjög erfitt með að skora undir körfunni.
Þór er að gera Stjörnunni erfitt fyrir með að verja körfuna nálægt teignum þar sem Stjarnan skoraði flest stigin sín í fyrri hálfleik. En Shaq treður þá bara boltanum og jafnar leikinn þegar 16 sek eru eftir. Tomsik með þrist til að vinna en missir og framlenging.
Baldur setti sínum mönnum línurnar í varnarleiknum og það bjargaði því að það er framlenging Þór náði varla að koma boltanum í leik undir lok leiks. Framlengingin er í járnum bæði lið að spila fína vörn og í stöðunni 92-91 fer Heron á línuna 14,8 sek eftir og kemur Þór í 94-91 Stjarnan. Rosalegur leikur hérna í Icelandic Glacial Höllinni.
Saga Stjörnunnar í leiknum þeir skora ekki undir körfunni og það verður þeim að falli og Þór vinnur leikinn 94-91.
Tölfræði
Þór: Heron 31 stig 26 frl Sample 15 stig. 19 fráköst og 10 stoðsendingar 44 framlag (maður leiksins)
Stjarnan: Hilmar 24 stig 5 st Shaq 20 stig 18 fráköst og 32 framlag.
Hvað svo
Þór fer á Egilsstaði 6.mars til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppni.
Stjarnan fær nágranna sína í Álftanes í heimsókn 7.mars