Hlaðvarpið Boltinn Lýgur ekki hefur hafið göngu sína á ný.
Sigurður Orri Kristjánsson stendur sem fyrr við stýrið en við hlið hans er Helgi Sæmundur Guðmundsson, tónlistarmaður úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur sem skiptir inná fyrir útvarpsgoðsögnina Tómas Steindórsson.
Uppskriftin er einföld, en á dagskrá er NBA deildin, íslenski boltinn og svo hvað svo sem liggur þáttastjórnendum á hjarta. Þátturinn mun koma út einu sinni í viku.
Í fyrsta þættinum er smávegis um NBA og hversu óþolandi Paul George er. Rætt um landsleikina sem voru á dögunum og beefið sem virðist vera að myndast milli landsliðsþjálfarans og eins sterkasta leikmanns liðsins. Íslenski boltinn ræddur. Hversu mikill alltmuligtmand er Sigurður Ingimundarson? Er Njarðvík toppkontender? Hvaða lið er mest boring? Þarf ég að fara að bóka herbergi á hótel Tindastól? Þá er einnig farið yfir hluti ótengda körfubolta eins og gellur á tiktok, landsfund Sjálfstæðisflokksins og ferðalög á Eurobasket.
RSS: https://feeds.buzzsprout.com/2456610.rss
Spotify: https://open.spotify.com/show/4fZpCuDx7HTIeAV6dkA12t
Apple: https://podcasts.apple.com/us/podcast/boltinn-l%C3%BDgur-ekki/id1799155337