Fjölmargir íslenskir leikmenn leika í bandaríska háskólaboltanum. Hér fyrir neðan má sjá úrslit síðustu daga og framlög íslenskra leikmanna í þeim.
Tómas Valur og félagar í Washington St. Cougers töpuðu á móti Santa Clara. Á 25 mínútum skoraði Tómas 3 stigum og 3 fráköstum. Eftir leikinn eru Cougars 16-13 og eru í sjöunda sæti í sinni deild.
https://wsucougars.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/santa-clara/boxscore/20792
Almar Orri og félagar unnu gegn Valparaiso og skilaði Almar 3 stigum, 1 frákasti, 1 vörðu skoti, 1 stoðsendingu og 1 töpuðum bolta á 26 mínútum. Eftir leikinn er Bradley 23-7 og eru í öðru sæti á sinni deild.
https://bradleybraves.com/sports/mens-basketball/stats/2024-25/valparaiso/boxscore/22367
Jana Fals og félagar hennar í Cal St. Fullerton töpuðum sannfærandi gegn UC santa Barbara. Jana skilaði samt 7 stigum, 4 stolnum boltum og 2 stoðsendingum í leiknum á 22 mínútum. Cal St. Fullerton er núna 7-19 á tímabilinu og sitja í þriðja neðsta í sinni deild.
Helena Rafnsdóttir og félagar töpuðu sannfærandi 93-65 gegn Bellarmine. Helena byrjaði inn á og skilaði 12 stigum, 3 stoðsendingum og 4 töpuðum boltum(mest í leiknum). Eftir leikinn eru North Florida 4-25 og sitja í neðsta sæti í sinni deild.
https://unfospreys.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/bellarmine/boxscore/20170
Elísabet Ægisdóttir og félagar í Liberty Flames unnu FIU 73-57. Elísabet byrjaði inn á og skilaði 6 stigum, 5 fráköstum, 2 stoðsendingum, stolnum bolta og 5 töpuðum boltum(mest í leiknum). Eftir leikinn eru Liberty 19-6 og eru í öðru sæti í þeirra deild.
https://libertyflames.com/sports/womens-basketball/stats/2024/fiu/boxscore/14414
Sigrún Björg Ólafsdóttir og hennar konur í Chattanooga Mocs unnu nauman sigur á ETSU 51-46. Sigrún byrjaði inn á og spilaði allar 40 mínúturnar og skilaði 6 stigum, 6 stolnum boltum og 6 fráköstum. Eftir leikin eru Chattanooga 13-12 og eru í þriðja sæti í deildinni.
https://gomocs.com/sports/womens-basketball/stats/2024-25/etsu/boxscore/15978
Vantar einhvern á listann? Endilega sendu hlekk með tölfræði og nafni á [email protected]