Skagamenn í ÍA tóku i kvöld á móti Hamarsmönnum frá Hveragerði í toppslag 1. deildar.
Hamar hafði betur í fyrri leik liðanna á tímabilinu en frá þeim leik hafði ÍA, með tíu sigur leikjum í röð, komið sér þægilega fyrir í topp sæti deildarinnar fyrir leikinn á meðan Hamarsmenn höfðu hikstað í síðustu tveimur leikjum sem þeir töpuðu báðum í framlengingu, eftir níu sigurleiki í röð þar á undan.
Talandi um framlengingu, þá endaði einmitt fyrri leikur þessara liða, í deildinni í vetur, í framlengingu, þar sem Hamarsmenn höfðu betur á heimavelli sínum. Talandi um heimavelli, þá voru heimamenn í ÍA einmitt ósigraðir á heimavelli þetta tímabilið og gátu í kvöld unnið sinn tíunda heimaleik í röð. Það mátti því með sanni búast við skemmtilegum og spennandi leik í kvöld, og óhætt að segja að fólk var ekki á því að láta þennan leik framhjá sér fara og nánast hægt að segja að Vesturgatan hafi verið uppseld í kvöld – frábær mæting.
Umgjörð leiksins var þess merki að um stórleik væri að ræða, fullt hús af áhorfendum, kynning að hætti hússins og línurnar lagðar fyrir leikinn.
Spennustigið af pöllunum virtist ekki ná út á gólfið hvað stigaskor varðar í upphafi leiks en stuðningurinn úr stúkunni fór að hafa áhrif þegar leið á fyrsta leikhluta sem skilað loftbolta vítum og þristum þegar leið á leikhlutann sem endaði jafn 22-22.
Hamarsmenn mættur í meiri takt í annan leikhluta og náðu forustunni en heimamenn kunnu vel við riðmann og komu til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn í eitt stig fyrir hálfleik en hálfleikstölurnar 44-45 gàfu góða mynd af gangi fyrir hálfleiks.
Sama spennustigið var við líði í upphafi seinni hálfleiks og jafnræði með liðunum en líka og í fyrri hálfleik voru að það Hamarsmenn sem stjórnuðu tempóinu og líkt og í öðrum leikhluta þá vandist ÍA laginu nema hvað að núna gerðu þeir það að sínu og leiddu 70-68 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
Hamarsmenn vildu ekki gefa eftir höfundarréttinn af leiksins lagi og mættu af fullum krafti inn í fjórða leikhluta og unnu fyrstu fjórar mínútur leikhlutans 0-7 og taugar heimamanna virtust þandar. Skagamenn tóku samt aðeins við sér og hægt og bítandi náðu þeir að saxa niður forskotið og koma sé einu stigi yfir þegar ein mínúta var eftir af leiknum. Eins og sú mínúta hafi ekki verið næg spenna fyrir allan peninginn þà ákveð Kristófer Gíslason að nóg væri ekki nóg, setti niður þrist í stöðunni 87-90 þegar ein og hálf sekúnda var eftir af leiknum og jafnaði metin í 90-90 og framlenging niðurstaðan. Líkt og í fyrri leik liðanna à tímabilinu, og líkt og í síðustu tveimur leikjum Hamars.
Framlengingin var hlaðin háu spennu stigi og innihélt allan tilfinningaskalann sem einn íþróttakappleikur hefur uppá að bjóða. Það var alveg í takt við það að framlengingin fór meira og minna fram á vítalínunni. Það var svo í takt við leikinn að Kristófer Gíslason kláraði leikinn, og talandi um takt, þà klàraðist leikurinn à vítalínunni.
Lokatölur 104-103, minni getur munurinn ekki orðið og óhætt að segja að það hafi hlaupið siguræði á stúkuna en stuðningsfólk ÍA hljóp inn á völlinn þegar lokaflautið gall með confetti og allan pakkann. Fögnuðurinn innilegur og gott veganesti fyrir ÍA til að taka með sér í síðustu leiki deildarkeppninnar. Staða ÍA á toppnum orðin nokkuð þægileg en það er gömul saga og ný að níu fingur á titil hefur aldrei verið nóg.
Tölfræðihæstu leikmenn ÍA:
*Kristófer Már Gíslason 29 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar -ekki oft sem undirritaður velur mann leiksins, en hendi því á Kristófer (ekki annað hægt eftir hans frammistöðu á mikilvægum augnablikum)
*Srdan Stojanovic 23 stig, 8 fraköst, 10 stoðsendingar
*Victor Bafutto 22 stig, 14 fráköst
*Kinyon Hodges 19 stig, 9 fráköst,4 stoðsendingar, 7 stolnir boltar
Tölfræðihæstu leikmenn Hamars:
*Björn Ásgeir Ásgeirsson 32 stig, 5 stoðseningar, 5/5 í þristum
*Jaeden Edmund King 23 stig, 6 fráköst, 3 stoðsendingar
*Fotios Lampropoulos 17 stig, 9 fráköst, 10 stoðsendingar
Tölfræði leiks
Merkilegir punktar úr leiknum:
-ÍA hafa unnið alla 10 heimaleiki sína á tímabilinu
-Hamar var að tapa sínum þriðja leik í röð í framlengingu
-ÍA hefur unnið 11 leiki í röð í deildinni
-Byrjunarlið ÍA skoraði 102 af 104 stigum liðsins í leiknum
-Þriggjastiga skotnýting Hamars liðsins var 32% á móti 19% hjá ÍA
-ÍA vann frákasta baráttuna í takt við leikinn, 50-49
-Fjórir leikmenn fengu 5 villur í leiknum, 3 hjá Hamri og 1 hjá ÍA








Umfjöllun / HGH
Myndir / Jónas H. Ottósson