spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSkotklukkan: Hulda María Agnarsdóttir

Skotklukkan: Hulda María Agnarsdóttir

Næst er Skotklukkan komin að leikmanni Njarðvíkur Huldu Maríu Agnarsdóttur.

Hulda María er 16 ára bakvörður úr Njarðvík sem hefur þrátt fyrir ungan aldur látið vel að sér kveða í efstu deild. Það sem af er yfirstandandi 2024-25 tímabils hefur hún skilað 7 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum á tæpum 22 mínútum að meðaltali í leik í Bónus deildinni.

Hulda leikur þó enn einnig fyrir yngri flokka Njarðvíkur, en hún hóf að leika fyrir meistaraflokk þeirra tímabilið 2022-23. Þá hefur Hulda einnig látið finna fyrir sér á alþjóðlegum vettvangi, þar sem hún var Scania drottning með Njarðvík sumarið 2023 og í úrvalsliði með Íslandi á Norðurlandamóti síðasta sumars, 2024.

1.Nafn? Hulda María Agnarsdóttir

2. Aldur? 16 ára

3. Hjúskaparstaða? Lausu

4. Uppeldisfélag? Njarðvík

5. Uppáhalds atvik á ferlinum? Fara í úrslitaseríuna í fyrra og vera bikarmeistari í 9.flokki.

6. Vandræðalegasta atvik á ferlinum? Þegar stelpa úr hinu liðinu var að taka víti og ég hélt að stelpa úr mínu liði var að taka víti og ég beið svo lengi að reyna að gefa henni five og hún gaf mér ekki five.

7. Efnilegasti leikmaður landsins? Berglind Katla Hlynsdóttir

8. Besti leikmaður sem þú hefur spilað með? Brittanny Dinkins

9. Ertu með einhverskonar hjátrú þegar það kemur að leikjum? Nei ég myndi ekki segja það.

10. Uppáhalds tónlistarmaður? Veit ekki uppáhalds en hlusta mikið á Drake og Frikka Dór.

11. Uppáhalds drykkur? Mjólk

12. Besti þjálfari sem þú hefur haft? Allir þjálfarar sem ég hef haft eru bestir!

13. Ef þú mættir fá leikmann í deildinni í þitt lið, hver væri það? Þórey Tea í Grindavík og Thelma Dís í Keflavík.

14. Í hvað skóm spilar þú? Sabrina 1

15. Uppáhalds staður á Íslandi? Njarðvík

16. Með hvað liði heldur þú í NBA? Held ekki með neinu liði, gaman að fylgjast með öllum.

17. Hver er besti körfuboltaleikmaður allra tíma? Michael Jordan

18. Hver var fyrirmyndin þin í æsku? Simone Biles fimleikakona.

19. Sturluð staðreynd um þig? Ég byrjaði aftur í körfubolta fyrir 4 árum eftir að ég hafði orðið Íslandsmeistari í fimleikum.

20. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir á æfingum? Spila

21. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum? Fara yfir hin liðin og upphitun.

22. Hvaða þrjá leikmenn í deildinni tækir þú með þér á eyðieyju? Ég myndi taka með mér Söru Björk, Hólmfríði Eyju og Kristínu Björk en svo myndi ég lauma Þórey Teu með líka.

23. Fylgist þú með öðrum íþróttum en körfubolta? Já, ég reyni að fylgjast með þegar Liverpool er að spila.

24. Hvaða lið myndir þú aldrei spila fyrir? Ég ætla alltaf að spila fyrir Njarðvík.

Fréttir
- Auglýsing -