Ísland tryggði sig á sunnudaginn inn á lokamót EuroBasket 2025 með glæsilegum sigri gegn Tyrklandi í Laugardalshöll.
Með sigrinum endaði Ísland í 2. sæti síns riðils með þrjá sigra og þrjú töp, en liðið náði að leggja Ítalíu, Tyrkland og Ungverjaland í undankeppninni.
Hérna eru fréttir af EuroBasket 2025
Vefmiðill FIBA gaf reglulega út kraftröðun þeirra þjóða sem tóku þátt á meðan undankeppninni stóð. Fyrir síðustu tvo leiki undankeppninnar var Ísland í 18. sæti þess lista, en nú eftir að henni lauk fór Ísland upp um tvö sæti í 16. sætið.
Um Ísland segir:
“Hversu spennandi var B-riðill? Svo spennandi að hann fékk okkur til að halda að Ísland gæti mögulega verið úr leik á 6. leikdegi, en í staðinn lentu þeir í öðru sætinu, aðeins sigri á eftir sigurvegurum, Ítalíu.
Slæmt augnablik þegar þeir töpuðu innbyrðisstöðunni úti í Ungverjalandi, ótrúlegt augnablik þegar þeir komu til baka og sigruðu Tyrkland heima til að tryggja sig í þriðja skiptið á FIBA EuroBasket.”
Samkvæmt þeirri karftröðun er Ísland sterkasta þjóð Norðurlanda, en í sætinu fyrir neðan, því 17. er Svíþjóð og í 18. sætinu er Finnland. Frændum vorum í Danmörku mistókst að komast á lokamótið og hafa þeir því dottið út af listanum og þá var Noregur ekki í undankeppninni, svo þeir eru ekki heldur þar.
Hérna má sjá síðustu kraftröðun EuroBasket undankeppninnar
Efstir á listanum eru sem áður Serbía, Frakkland er í öðru sætinu og í því þriðja er Lettland.