spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir lagðir í fyrstu umferð A riðils

Íslandsmeistararnir lagðir í fyrstu umferð A riðils

Valur hafði betur gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í Blue höllinni í kvöld í 19. umferð Bónus deildar kvenna, 73-77.

Leikurinn var sá fyrsti í A riðil eftir að deildinni var skipt upp í tvo riðla, en eftir hann er Keflavík í 3. til 4. sætinu með 24 stig líkt og Þór Akureyri á meðan að Valur er í 5. sætinu með 18 stig.

Gestirnir úr Val voru sterkari aðilinn í upphafi og leiða þær með fjórum stigum að fyrsta leikhluta loknum, 17-21. Undir loka fyrri hálfleiksins komast þær svo á gott flug, ná meðal annars 0-21 áhlaupi og leiða með 23 stigum þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 24-47.

Heimakonur í Keflavík ná að svara fyrir sig í upphafi seinni hálfleiksins. Vinna forskot gestanna nánast niður í þriðja fjórðungnum, en staðan fyrir lokaleikhlutann er 55-57. Lengst af í fjórða leikhlutanum leiðir Keflavík, en undir lokin er allt í járnum. Valskonur ná þó að vera skrefinu á undan í brakinu og undir lokin vinna þær leikinn með fjórum stigum, 73-77.

Atkvæðamestar fyrir Keflavík í kvöld voru Jasmine Dickey með 30 stig, 7 fráköst og Anna Lára Vignisdóttir með 12 stig og 3 stoðsendingar.

Fyrir Val var Alyssa Cerino best með 18 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Henni næst var Sara Líf Boama með 10 stig og 12 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -