Ísland tryggði sig á sunnudaginn inn á lokamót EuroBasket 2025 með glæsilegum sigri gegn Tyrklandi í Laugardalshöl.
Með sigrinum endaði Ísland í 2. sæti síns riðils með þrjá sigra og þrjú töp, en liðið náði að leggja Ítalíu, Tyrkland og Ungverjaland í undankeppninni.
Um var að ræða gífurlega flottar frammistöður leikmanna liðsins í leikjunum sex, en samkvæmt vefmiðil FIBA ku Maryin Hermannsson hafa skarað framúr í íslenska liðinu.
Hjá FIBA er Martin tilnefndur sem einn af verðmætustu leikmönnum undankeppninnar, en í þeim fjórum leikjum sem hann tók þátt í skilaði hann 20 stigum, 4 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali.
Hægt er að kjósa Martin á hlekknum hér fyrir neðan, en hann er ekki í amalegum hópi leikmanna í kosningunni, þar sem meðal annarra eru ásamt honum Kremen Prepelic frá Slóveníu, Cedi Osman frá Tyrklandi og Mario Hezonja frá Króatíu.