spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFarinn frá Egilsstöðum

Farinn frá Egilsstöðum

Hinn franski Gedeon Dimoke hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hött í Bónus deild karla á þessu tímabili. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.

Í tíu leikjum með Hetti á þessu tímabili skilaði Gedeon 8 stigum og 4 fráköstum á um 16 mínútum að meðaltali í leik, en samkvæmt tilkynningu Hattar er hann nú haldinn á leið heim til Frakklands.

Tilkynning:

Gedeon Dimoke hefur leikið sinn síðasta leik fyrir okkur og er farinn heim til Frakklands.

Við þökkum Gedeon fyrir hans framlag fyrir félagið og óskum honum alls hins besta í framtíðinni

Fréttir
- Auglýsing -