spot_img
HomeFréttirÞórir Guðmundur og Nebraska töpuðu sínum sjöunda leik í röð í nótt

Þórir Guðmundur og Nebraska töpuðu sínum sjöunda leik í röð í nótt

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers máttu þola tap í nótt fyrir Minnesota Golden Gophers í bandaríska háskólaboltanum, 61-79. Nebraska eftir leikinn í 14. sæti Big Ten deildarinnar með fjóra sigra og tíu töp það sem af er tímabili.

Á 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir Guðmundur fimm stigum, tveimur fráköstum og stoðsendingu. Næsti leikur Nebraska er komandi fimmtudag 11. febrúar gegn Wisconsin Badgers.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -