Tryggvi Snær Hlinason átti flottan leik þegar Ísland lagði Tyrkland í Laugardalshöll sl. sunnudag og tryggði sér þar með sæti á lokamóti EuroBasket, en hann skilaði 13 stigum, 11 fráköstum og 4 stoðsendingum.
Frammistaða Tryggva hefur verið tilnefnd af heimasíðu keppninnar sem ein sú besta úr glugganum, en ásamt Tryggva eru tilnefndir Mario Hezonja frá Króatíu, TJ Shorts frá Makedóníu, Olivier Nkamhoua frá Finnlandi og Kevin Larsen frá Danmörku.
Hérna er hægt að kjósa frammistöðu Trygga sem þá bestu