Þrátt fyrir að tíu ár séu komin síðan Ísland tók þátt í fyrsta skipti á EuroBasket er þjóðin ennþá sú nýjasta til þess að taka þátt í lokamóti keppninnar, þar sem engin ný þjóð tók þátt 2017 og ekki heldur 2022. Nú á næsta móti verður hinsvegar breyting þar á þar sem Kýpur (sem aldrei hafa unnið sér inn rétt) verða með sem ein af mótshöldurum mótsins.
Sé litið til baka yfir sögu þessarar aldar er heldur ekki mikið af nýjum þjóðum sem taka þátt í mótinu. Árið 2011 fara Georgía og Svartfjallaland í fyrsta skipti á lokamótið, 2009 er það Bretland og 2007 Serbía, en allar fjórar þjóðirnar höfðu þó áður farið á mótið undir öðrum nöfnum þeirra sambandsríkja eða þjóða sem þau tilheyrðu áður.
Alls hafa 46 þjóðir tekið þátt í EuroBasket lokamótum. Sigursælust allra þjóða í keppninni eru Sóvíetríkin sem unnu 21 verðlaun, Júgóslavía & Serbía/Svartfjallaland koma þar næst á eftir með 17 verðlaun og Spánn er í þriðja sætinu með 14 verðlaun.
Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket
Ísland mun kl. 19:30 í kvöld taka á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrir leik kvöldsins á Ísland góða mögleika á að tryggja sig áfram á lokamótið sem fram fer í Lettlandi, Finnlandi, Póllandi og á Kýpur í lok ágúst.
Leikur kvöldsins er í beinni útsendingu þar sem Stofan mun hefjast kl. 19:00 fyrir leik á RÚV 2, leikurinn sjálfur er svo í beinni útsendingu á RÚV frá 19:20 og eftir hann verður Stofan á RÚV.