spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Ísland mætir Tyrklandi kl. 19:30 í Laugardalshöll í mikilvægasta leik áratugarins

Ísland mætir Tyrklandi kl. 19:30 í Laugardalshöll í mikilvægasta leik áratugarins

Ísland mun kl. 19:30 í kvöld taka á móti Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppni EuroBasket 2025. Fyrir leik kvöldsins á Ísland góða mögleika á að tryggja sig áfram á lokamótið sem fram fer í Lettlandi, Finnlandi, Póllandi og á Kýpur í lok ágúst.

Vinni Ísland leik sinn gegn Tyrklandi fara þeir áfram. Einnig dugir þeim að Ítalía vinni Ungverjaland.

Leikur kvöldsins er í beinni útsendingu þar sem Stofan mun hefjast kl. 19:00 fyrir leik á RÚV 2, leikurinn sjálfur er svo í beinni útsendingu á RÚV frá 19:20 og eftir hann verður Stofan á RÚV.

Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket

Fréttir
- Auglýsing -