Með nokkuð öruggum sigri gegn Tyrklandi í kvöld tryggði Ítalía sér sigur í riðil Íslands í undankeppni EuroBasket 2025.
Bæði höfðu Ítalía og Tyrkland tryggt sig áfram á lokamótið fyrir leiki kvöldsins, en fyrir lokaleikina verður Ítalía í efsta sætinu, Ísland getur endað í 2. til 4. sætinu, Tyrkland í 2. til 3. sætinu og Ungverjaland 3. til 4. sætinu.
Komandi sunnudagur er síðasti leikdagur keppninnar, en á sama tíma mun Ítalía taka á móti Ungverjalandi og Tyrkland heimsækja Ísland.