Ísland er ekki eina Norðurlandaþjóðin sem verður í eldlínunni í kvöld.
Svíþjóð er í svipaðri stöðu og Ísland með tvo sigra og tvö töp í sínum fyrstu fjórum leikjum í undankeppninni og geta þeir með sigri tryggt sig áfram á lokamótið í kvöld fari svo þeir vinni Búlgaríu í Botevgrad.
Hérna er hægt að lesa um mikilvæga leiki kvöldsins
Því er mögulegt að bæði Ísland og Svíþjóð tryggi sig áfram í kvöld og yrðu því þrjár Norðurlandaþjóðir á lokamótinu, en Finnland fær sjálfkrafa keppnisrétt á lokamótinu sem einn mótshaldara líkt og árið 2017.
Þá er Danmörk í öllu verri málum. Því þeir þurfa að vinna Georgíu í Tblisi til þess að vera ekki úr leik í keppninni um sæti á lokamótinu. Noregur er ekki með lið í þessu stigi keppninnar, en þeir leika þessa dagana í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins 2027.
Hérna eru fréttir af undankeppni EuroBasket