spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLögðu Íslandsmeistarana með minnsta mun mögulegum

Lögðu Íslandsmeistarana með minnsta mun mögulegum

Topplið Hauka lagði Íslandsmeistara Keflavíkur með minnsta mun mögulegum í Blue höllinni í kvöld í 17. umferð Bónus deildar kvenna, 96-97.

Eftir leikinn eru Haukar í efsta sæti deildarinnar með 28 stig á meðan Keflavík er nokkrum sigrum fyrir aftan þær í 4. sætinu með 22 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins gífurlega jafn og spennandi undir lokin. Það voru þó gestirnir úr Hafnarfirði sem voru lengst af með forystuna, mest þrettán stigum yfir og það um miðbygg þess fjórða. Undir lokin nær Keflavík þó næstum að koma til baka, en Lore Devos reyndist Haukum dýrmæt á lokamínútunni þar sem hún setur körfu og öll fjögur vítin sín og Haukar vinna, 96-97.

Best í liði Hauka í leiknum var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 26 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Fyrir Keflavík var það Jasmine Dickey sem dró vagninn með 34 stigum og 9 fráköstum.

Tölfræði leiks

Keflavík: Jasmine Dickey 34/9 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 21/6 stoðsendingar, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/4 fráköst/5 stoðsendingar, Agnes María Svansdóttir 9, Anna Ingunn Svansdóttir 9, Anna Lára Vignisdóttir 6, Julia Bogumila Niemojewska 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.


Haukar: Tinna Guðrún Alexandersdóttir 26/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lore Devos 26/6 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/7 fráköst/7 stoðsendingar, Sólrún Inga Gísladóttir 11, Rósa Björk Pétursdóttir 9/5 fráköst, Agnes Jónudóttir 6, Eva Margrét Kristjánsdóttir 5/6 fráköst, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Halldóra Óskarsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0, Arnheiður Ísleif Ólafsdóttir 0, Anna Lóa Óskarsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -