Íslenska landsliðið er komið til Þýskalands þar sem það mun æfa næstu daga fyrir síðustu tvo leiki undankeppni EuroBasket 2025.
Fyrri leikur liðsins er gegn Ungverjalandi úti á fimmtudag áður en þeir loka undankeppninni með viðureign gegn Tyrklandi heima í Laugardalshöll komandi sunnudag.
13 leikmanna hópur Íslands fyrir lokaleiki undankeppni EuroBasket
Líkt og venja er hjá liðinu æfir það saman í nokkra daga fyrir leiki sem eru í landsleikjahléum innan tímabilsins líkt og nú, en í þetta skiptið mun liðið nýta sér aðstöðu EuroLeague liðsins Alba Berlin í Þýskalandi þessa daga fram að leik.
Karfan kom við á fyrstu æfingu liðsins í gær og ræddi við aðstoðarþjálfara Íslands Baldur Þór Ragnarsson um leikina tvo, möguleika Íslands að tryggja sig áfram og hverju mætti búast við af liði Ungverjalands á fimmtudaginn og sterkum heimavelli þeirra í Szombathely.