Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Nebraska Cornhuskers töpuðu í nótt fyrir Michigan State Spartans í bandaríska háskólaboltanum, 56-66. Nebraska það sem að er tímabili unnið fjóra leiki og tapað níu, en þeir eru sem stendur í 14. sæti Big Ten deildarinnar.
Á 14 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þórir fjórum stigum og stolnum bolta. Eitthvað hefur verið um frestanir hjá Nebraska vegna heimsfaraldurs Covid-19, en leikurinn í nótt var sá fyrsti sem þeir léku í tæpan mánuð. Næst spila þeir við Minnesota Golden Gophers komandi þriðjudag 9. febrúar.