Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners töpuðu stórt í kvöld fyrir Southeastern University í bandaríska háskólaboltanum, 101-41.Mariners það sem af er tímabili með 50% sigurhlutfall, níu unna leiki og níu tapaða.
Sólrún Inga var á sínum stað í byrjunarliði Mariners í leik kvöldsins. Á 20 mínútum spiluðum setti hún þrjú stig, tók frákast, gaf stoðsendingu og stal tveimur boltum. Næsti leikur Mariners er komandi fimmtudag 11. febrúar gegn Florida Memorial College.