spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaValur vann KR í spennutrylli

Valur vann KR í spennutrylli

18. umferð Bónusdeildar karla lauka í kvöld með risaleik, Reykjavíkurstórveldin KR og Valur áttust við á Meistaravöllum.  KR hefur unnið síðustu 4 heimaleikina sína og til alls líklegir.  Þeir töpuðu reyndar mjög ílla í síðustu umferð og vilja sjálfsagt gleyma þeim leik með sigri á erkifjendunum. Valsmenn hafa verið á miklu skriði síðustu leiki eftir hörmulega byrjun. Af síðustu sjö leikjum hafa þeir unnið sex. KR unnu fyrri leikinn með sjö stigum, þannig að Valur þyrfti að vinna með átta til að eiga innbyrðis.  Leikurinn sjálfur var svo hin fínasta skemmtun, mikið jafnræði á öllum sviðum körfuboltans, endadði leikurinn jafn eftir venjulegan leiktíma og fór í framlengingu. Þar voru síðan Valsmenn sem voru sterkari í framlengingunni og unnu 89-96.

Það var ekki að sjá á leikmönnum beggja liða að það væri hátt spennustig, bæði hittu fáránlega vel og þá sérstaklega heimamenn.  KR leiddi fyrstu mínúturnar en Valsmenn aldrei langt undan. Valur tók svo forystuna þegar um þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum.  En það dugði nú ekki lengi, KR með Tóta í stuði náðu fljótt aftur yfirhöndinni. KR leiddi 24-20 í mjög skemmtilegum fyrsta leikhluta.

Valsmenn hertu vörnina í öðrum leikhluta, KR gekk bölvanlega að skora, þegar leikhlutinn var hálfnaður var KR aðeins búið að skora 2 stig. Þeim til happs þá voru gestirnir bara búnir að skora 11. Seinni hlutann gekk KR mun betur og náðu að komast aftur yfir og leiddu í hálfleik 39-37.

 Seinni hálfleikur byrjaði með mikilli baráttu beggja liða, það átti ekki að gefa neina auðvelda körfu og hvorug liðin alltaf sammála dómurunum.  KR alltaf aðeins á undan, Vlatko Granic fór hamförum og lék varnarmenn Vals oft ílla. En gestirnir frá Hlíðarenda náðu að bíta frá sér á loka mínútunum og fóru með sex stiga forskot í síðasta leikhlutann, 63-39.

KR byrjaði síðan með látum og tóku 7-0 áhlaup þegar Valsmenn tóku leikhlé. Eftir það náðu Valsmenna aftur að vera með og næstu mínútur var mikið jafnræði með liðinum. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi, þegar 21 sekúnda var eftir var staðan jöfn og KR á boltann. En þeir náðu ekki að skora úr lokasókninni og leikurinn fór í framlengingu.

Í framlengingunni byrjuðu Valsmenn betur og settu niður fyrstu fimm stigin. KR minnkaði muninn en Valur svaraði, síðan kom smá kafli þar sem boltinn breyttist í heita kartöflu, bæði lið misstu boltann. En Hjálmar setti niður stig þegar 1:27 voru eftir  og Valur 7 stigum yfir.  Þristur frá Kára við endalínuna slökkti síðan endanlega á sigurvonum KR inga.  Valsmenn sigurðu 89-96.

Stemmingin í húsinu var frábær eins og alltaf.

Hjá KR var Vlatko Granic geggjaður, sérstaklega í seinni hálfleik, hann var með 27 stig  og 16 fráköst. Tóti var mjög góður, sérstaklega í fyrri hálfleik, með 22 stig og 10 fráköst. Hjá var var Adam drjúgur, með 24 stig og 12 fráköst. Kári setti 21 stig og átti framlenginguna. Joshua var frábær í fjórða leikhluta og var með 20 stig

Núna er komið landsleikjahlé og næstu leikir ekki fyrr en 1. mars, KR-ingar heimsækja Hött á meðan Valsmenn fá annan Reykjavíkurslag þegar ÍR kemur í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -