Bjarni Guðmann Jónsson og Fort Hays State Tigers unnu í kvöld lið Central Oklahoma í spennuleik, 82-84. Fort Hays það sem af er tímabili unnið sjö leiki og tapað átta, en sigurinn í kvöld var þeirra þriðji í röð.
Á 20 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Bjarni Guðmann sex stigum og þremur fráköstum. Fort Hays og Central Oklahoma mætast á nýjan leik komandi miðvikudag 10. febrúar.