Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 92-77.
Á um 15 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 4 stigum, frákasti, 7 stoðsendingum og stolnum bolta.
Eftir leikinn er Alba Berlin í 15. sæti deildarinnar með átta sigra og tíu töp það sem af er tímabili.