Brynjar Snær Grétarsson hefur fengið félagaskipti frá Íslandsmeisturum Vals í Bónus deild karla til toppliðs Fylkis í 2. deild karla.
Brynjar er 27 ára bakvörður sem að upplagi er frá Egilsstöðum, en eftir að hafa leikið með meistaraflokki Hattar til tímabilsins 2021-22 hefur hann verið á mála hjá Íslandsmeistaraliði Vals. Það sem af er tímabili hefur Brynjar komið við sögu í þremur leikjum með Val. Hans besti leikur þar í öruggum sigur Vals gegn ÍR í VÍS bikarkeppninni þann 20. október þar sem Brynjar setti 19 stig, tók 4 fráköst og stal 3 boltum á um 33 mínútum spiluðum.
Fylkir er sem stendur í efsta sæti 2. deildar karla með 12 sigra og aðeins 2 töp það sem af er tímabili.