spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKeflvíkingar ráða þjálfara og losa sig við tvo leikmenn

Keflvíkingar ráða þjálfara og losa sig við tvo leikmenn

Keflavík hefur samið við Sigurð Ingimundarson um að þjálfa liðið á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta við svæðismiðil Keflavíkur, Víkurfréttir. Sigurður kemur í stað Péturs Ingvarssonar sem sagði starfi sínu lausu á dögunum.

Sigurður á að baki gífurlega langan og farsælan feril sem þjálfari, en hann gerði Keflavík Íslandsmeistara í fimm skipti á árunum 1997 til 2008. Þá hefur hann einnig gert kvennalið Keflavíkur að Íslandsmeisturum, í sex skipti frá 1992 til 2013.

Sigurði til halds og trausts verða Magnús Þór Gunnarsson sem var aðstoðarþjálfari Keflavíkur undir Pétri og þá bætist við annar aðstoðarþjálfari í Jóni Halldóri Eðvaldssyni.

Þá mun félagið einnig hafa gert breytingar á leikmannahópi sínum, þar sem Marek Dolezaj og Jarell Reischel hefur verið sagt upp.

Fréttir
- Auglýsing -