spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaÍslandsmeistararnir hamflettu Hött

Íslandsmeistararnir hamflettu Hött

Í kvöld lauk 17. umferðinni í Bónusdeild karla þegar Hattarmenn heimsóttu Valsmenn í N1 höllinni. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Valsmenn að eltast við topp 4 og bara að vera í úrslitakeppninni yfir höfuð. Höttur er aftur á móti í bullandi fallbaráttu. Gengi liðanna undanfarna leiki eru eins ólík og hægt er, Valsmenn hafa unnið síðustu 4 af síðustu 5 leikjum sínum  en Höttur tapað sínum. En leikurinn byrjaði nokkuð jafn, en eftir að Knezevic lét henda sér útaf með tvær tæknivillur, þá var þetta aldrei spurning. Valur vann örugglega 92-58.

Það var eins og leikmenn beggja liða hafi verið að mæta til leiks efitr langt frí, mjög óskilvikur sóknarleikur. Valsmönnum gekk þó verr að hitta með aðein 15% hittni fyrstu sjö mínúturnar. Hittni Hattarmanna var ekkimikið betri en betri þó, nóg til að ná upp forskoti sem þeir héldu út leikhlutann, þrátt fyrir gott áhlaup Valsmanna, 17-19.

Í leikhléinu var Finnur Freyr langt frá því að vera kátur og lét sína menn heyra það. Hvort sem það skilaði einhverju eða ekki, en þá voru allavea Valsmenn mun ákafir í vörninni og stálu boltanum ítrekað og náðu auðveldum körfum fyrir vikið. En Höttur fór þá að setja niður þrjá þrista í röð og Valsmenn tóku leikhlé. Valsmenn gengu á lagið, Knezevic lét henda sér útaf með tvær tæknivillur á sömu mínútunni og Valur tók 23-0 leikkafla. Það gekk gjörsamlega allt upp, ólíklegustu skot rötuðu ofan í. Valur fór með mjög þægilegt forskot í leikhléið, 50-34.

Valsmenn voru ekkert á því að hleypa Hetti eitthvað aftur inn í leikinn. Höttur voru oft bara sjálfum sér verstir með ömurlegar sendingar og svo vantaði ansi oft í vörnina.  Þegar Valur var kominn með 26 stiga forystu tók Viðar Örn leikhlé.  Það kom nú samt ekkert áhlaup frá Hetti, sóknir þeirra voru frekar bitlausar. Valur leiddi eftir leikhlutann 76-49.

Valsmönnum héldu áfram engin bönd og ómarkviss sóknarleikur gestanna hjálpaði þeim ekki heldur. Þegar um fimm mínútur voru eftir voru bæði lið farinn að hleypa óreyndari mönnum inn á. Leikurinn leystist svolítið upp við það, leikurinn endaði með öruggum sigri Vals 92-58

Hjá Valsmönnum var Kristinn Páls atkvæðamestur með 22 stig Hjálmar með 13 stig og 9 stig.  Þá átti Ástþór Svalason afbragðsleik.  Hjá gestunum var það Ramos með 9 stig og Gustav með 9 stig líka.

Næstu leikir þessara liða í Bónus deildinni  verða hjá Val 14. febrúar þegar það verður Reykjavíkurslagur á milli KR og Vals í Vesturbænum. Höttur fær síðan ógnarsterkt lið Stjörnunnar í heimsókn degi fyrr eða 13. febrúar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -