spot_img
HomeFréttirGrindavík vann Suðurstrandarslaginn

Grindavík vann Suðurstrandarslaginn

Þórsarar tóku á móti Grindvíkingum í Icelandic Glacial höllinni í kvöld. Grindvíkingar tefldu fram nýjum leikmanni, en Jeremy Pargo klæddist treyju liðsins í fyrsta skipti.

Eftir öflugan annan leikhluta höfðu gestirnir þrettán stiga forystu, 37-50, sem þeir létu aldrei af hendi. Lokatölur voru 95-104, Grindavík í vil.

Títtnefndur Jeremy Pargo var stigahæstur gestanna með 25 stig, en hjá Þórsurum var Nick Tomsick með 24 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -