spot_img
HomeFréttirAndlát: Ólafur Þór Jóhannsson

Andlát: Ólafur Þór Jóhannsson

Grindvíkingurinn og fyrrum varaformaður KKÍ Ólafur Þór Jóhannsson er látinn. Er hans minnst á samfélagsmiðlum félagsins nú í dag.

Um árabil lék Ólafur fyrir meistaraflokk Grindavíkur, en eftir að hann lagði skóna á hilluna helgaði hann sig stjórnarstöfum fyrir félagið. Þá var hann einnig varaformaður KKÍ á árunum 1996 til 2001. Ólafur var sæmdur gullmerki bæði KKÍ og UMFG fyrir sín störf og vel að þeim heiðri kominn.

Færslu Grindavíkur má lesa hér fyrir neðan, en í henni segir ,,Að lýsa þeim áhrifum sem Ólafur hafði á grindvískan körfubolta er varla hægt að gera í fáum orðum. Þau áhrif eru ómetanleg og munum við Grindvíkingar ávallt standa í þakkarskuld við hann og hans framlag. Gildir þá einu hvort talað er um áhrif hans sem leikmanns, félagsmanns, stjórnarmanns, aðstandenda eða eindregins stuðningsmanns.”

Forsvarsmenn Körfunnar senda fjölskyldu hans og vinum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og styrk á þessum erfiðu tímum.

Fréttir
- Auglýsing -