spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖflugur í lokaleik riðlakeppninnar - 8 liða úrslit í byrjun mars

Öflugur í lokaleik riðlakeppninnar – 8 liða úrslit í byrjun mars

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao ESSM Le Portel í lokaleik sínum í annarri umferð riðlakeppni FIBA Europe Cup, 74-78.

Á rúmri 21 mínútu spilaðri í leiknum skilaði Tryggvi Snær 8 stigum, 4 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 vörðum skotum, en í þessum fjögurra stiga sigri vann lið hans í Bilbao þær mínútur sem hann spilaði í leiknum með fimmtán stigum.

Bilbao enduðu þessa riðlakeppni í efsta sæti riðilsins, en liðið tapaði aðeins einum leik í bæði fyrri og seinni hluta hennar. Næst á dagskrá eru 8 liða úrslit keppninnar, en þau fara fram heima og heiman í byrjun næsta mánaðar. Ekki er ljóst hvaða liði Bilbao mætir þar.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -