spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaYfirgefur Íslandsmeistarana

Yfirgefur Íslandsmeistarana

Sherif Ali Kenney hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Íslandsmeistara Vals á tímabilinu samkvæmt heimildum Vísis.

Sherif kom til liðsins á yfirstandandi tímabili og í 16 leikjum fyrir liðið skilaði hann 11 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Síðustu vikur hefur kanadískur leikmaður þeirra frá síðasta tímabili Joshua Jefferson verið að koma til baka eftir að hafa meiðst illa í fyrra, en sökum þess að báðir eru hann og Sherif frá landi utan evrópska efnahagssvæðissins geta þeir ekki verið saman inni á vellinum. Má því ætla að Íslandsmeistararnir ætli að veðja á að Joshua verði með þeim út yfirstandandi tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -