spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBæta tékkneskum landsliðsmanni í hópinn

Bæta tékkneskum landsliðsmanni í hópinn

Álftanes hefur samið við Lukas Palyza um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu.

Lukas er reynslumikill 203 cm tékkneskur framherji sem kemur til Álftaness frá Caledonia Gladiators í Bretlandi. Þá hefur hann einnig verið hluti af A landsliði Tékklands á síðustu árum og leikið tugi landsleikja fyrir þeirra hönd.

Tilkynning:

Tékkneska skyttan Lukas Palyza mun leika með Álftanesi út yfirstandandi leiktíð. Palyza er reynslumikill 203 sentímetra hár framherji, sem hefur fimm sinnum orðið Tékklandsmeistari og þrívegis orðið bikarmeistari. Þessi reynslubolti hefur spilað tugi landsleikja og verið fulltrúi þjóðar sinnar á Ólympíuleikunum, lokakeppni HM og lokakeppni EM (Eurobasket).

Á síðustu leiktíð lék Palyza með Caledonia Gladiators í efstu deild á Bretlandseyjum. Hann skoraði þar 11,2 stig í leik. Hann var sjötti í deildinni yfir flestar þriggja stiga körfur og hitti úr 41,7% skota sinna fyrir utan línuna. Palyza tók einnig þátt í undankeppni Champions League og riðlakeppni FIBA Europe Cup með umræddu liði. Á þeim vettvangi mætti hann íslenska landsliðsmanninum Tryggva Snæ Hlinasyni tvisvar, en Tryggvi er lykilmaður Bilbao á Spáni.

Við bjóðum Lukas velkominn til okkar og hlökkum til að sjá hann koma inn í gleðina á nesinu!

Fréttir
- Auglýsing -