spot_img

Aftur til Keflavíkur

Keflavík hefur samið við hinn breska Callum Lawson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu fyrr í dag.

Callum er þekkt stærð í íslenskum körfubolta, en fyrst kom hann til Keflavíkur árið 2020. Síðan þá hefur hann leikið fyrir Þór, Val og Tindastól, en með bæði Val og Þór varð hann Íslandsmeistari.

Fréttir
- Auglýsing -