spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖruggir áfram töpuðu Tryggvi og félagar fyrsta leik sínum í FIBA Europe...

Öruggir áfram töpuðu Tryggvi og félagar fyrsta leik sínum í FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap gegn Cholet í næst síðasta leik sínum í annarri umferð riðlakeppni FIBA Europe Cup í kvöld, 82-75.

Bilbao hafði þegar tryggt sig áfram í átta liða úrslit, en lokaleikur þeirra í riðlakeppninni fer fram þann 4. febrúar.

Á tæpum 24 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 6 stigum, 6 fráköstum, 5 stoðsendingum, stolnum bolta og vörðu skoti.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -