spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaÖflugur gegn sínum gömlu félögum

Öflugur gegn sínum gömlu félögum

Elvar Már Friðriksson mátti þola tap gegn sínum gömlu félögum í PAOK er Maroussi laut í lægra haldi gegn þeim í grísku úrvalsdeildinni í dag, 93-84.

Á rúmri 31 mínútu spilaðri í leiknum var Elvar Már með 19 stig, 4 fráköst, 5 stoðsendingar og stolinn bolta, en hann var framlagshæstur í liði Maroussi í leiknum með 25 framlagsstig.

Eftir leikinn er Maroussi í 9. til 11. sæti deildarinnar með 20 stig.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -