Martin Hermannsson og Valencia unnu í kvöld góðan sigur á CSKA Moscow í EuroLeague eftir tvær framlengingar, 105-103. Valencia er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 50% sigurhlutfall, 12 sigra og 12 töp það sem af er tímabili.
Martin var mikilvægur fyrir Valencia í kvöld. Í lokin á fyrri framlengingunni er það hann sem tryggir þeim aðra framlengingu með því að setja niður vítaskot. Á 29 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 17 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.