spot_img

Breytingar í Njarðvík

Njarðvík hefur í samráði við þjálfara liðsins ákveðið að gera breytingar á hópi liðsins. Staðfestir félagið þetta með fréttatilkynningu í dag.

Paulina Hersler sem er 190 cm framherji frá Svíþjóð mun koma til liðsins og leika út tímabilið. Hersler var í UCLA háskólanum á árunum 2013-2017 og var svo í Florida háskólanum 2017-2018. Síðan þá hefur hún spilað á Spáni, Slóveníu, Ítalíu, Tyrklandi, Ísrael, Bretlandi, og svo síðast í fyrra aftur á Spáni og lék svo núna fyrir áramótin í Egyptalandi. Stefnt er að því að Paulina verði klár í næsta leik.


Samhliða komu Paulina hefur félagið sagt upp samningi við Ena Viso. Ena kom til félagsins haustið 2023. Félagið er þakklátt Enu fyrir hennar framlag á þessum tveimur tímabilum sem hún hefur leikið með félaginu, þakkar henni samfylgdina og óskum henni að sjálfsögðu alls hins besta í hennar næstu skrefum.

Fréttir
- Auglýsing -