spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaJakob Örn: Annað skiptið í vetur sem við náum ekki neinni stjórn...

Jakob Örn: Annað skiptið í vetur sem við náum ekki neinni stjórn á leiknum gegn Álftanesi

Álftnesingar lögðu KR í Kaldalónshöllinni í Bónus deild karla í kvöld, 111-100.

Hérna er meira um leikinn

Jakob Örn þjálfari KR var ekki ánægður með að ná ekki að fylgja eftir frábærum leik í bikarnum:

Jakob, ég er svolítið upptekinn af mánudagsleiknum hjá ykkur og er eitthvað að bera þetta saman…það er oft talað um að byggja á góðri frammistöðu og eitthvað slíkt en þið hafið kannski tekið of mikið út úr gleðibankanum á mánudaginn eða hvað??

Jah, ég veit það ekki, en við náðum klárlega ekki að stilla okkur nógu vel inn á þennan leik frá mánudeginum. Andlega vorum við ekki á sama stað, við vorum ekki með sama orkulevel og vorum ekki eins mikið að gera hlutina saman og á mánudaginn. Það er klárlega eitthvað sem er ekki gott og náðum ekki að gera og annað skiptið í vetur sem við náum ekki neinni stjórn á leiknum gegn Álftanesi, fannst það svipað og var í fyrri leiknum. “

Já akkúrat, þó hann spilaðist náttúrulega svolítið öðruvísi, meira skorað og svona núna. Ein pæling sem er í hausnum á mér en kannski ekkert vit í…þið byrjið með alla stóru mennina inn á, Granic, Linardz og Gigliotti, mér fannst það ganga vel og þið voruð að fá ódýr stig undir körfunni en Gigliotti spilaði svo mun minna í seinni…hvernig sérðu þetta?

Það er hægt að líta á það þannig, en mér fannst annar leikhlutinn hjá okkur mjög góður, þá vorum við í annarri varnartaktík, við vorum í öðru varnarafbrigði gegn pick-and-roll sókninni hjá þeim en í fyrsta leikhluta, þeir voru að hitta rosalega vel, þeir settu nánast allt ofaní, þannig að við breyttum aðeins til til að taka það burt sem að gekk vel þannig séð – en svo eins og í þriðja leikhluta þá fóru þeir mikið á okkur inn í teig, á Okeke og við áttum í vandræðum þar þannig að við áttum í vandræðum þarna á tveimur vígstöðvum.

Jájá, akkúrat…hvað er svo næsti leikur hjá ykkur.

Keflavík er það á föstudag á heimavelli.” 

Einmitt…það hefur verið mikið talað um hvað er stutt á milli í deildinni alveg upp úr og niður úr svo allir leikir skipta öllu máli og það hlýtur að vera bara svolítið stressandi að standa í þessu?

Jájá, auðvitað er það stressandi og það má lítið útaf bregða til að detta jafnvel niður í fallbaráttu. Það er alveg augljóst að okkur vantar sigra, það eru 7 leikir eftir og okkur vantar sigra bara til að komast í úrslitakeppnina. Það er alveg klárt að allir leikir hjá okkur verða rosalega mikilvægir og liðin sem eru að spila á móti okkur eru í sömu stöðu þannig að ég býst ekki við öðru en að þetta verði hörku leikir.

Akkúrat. Nimrod var ekki með í kvöld, auðvitað er hann mikilvægur fyrir ykkur. Mér finnst þjálfarar oft ekki vilja vera að nota slíkt eins og meiðsli sem afsakanir, eðlilega kannski, en það skiptir máli að hann komi aftur. Hvernig er staðan á honum, veistu það?

Já auðvitað skiptir það máli. En ég get ekki notað fjarveru hans sem afsökun þar sem við höfum verið að vinna án hans…!

…já mikið rétt! Ef við skreppum aftur í mánudagsleikinn t.d.!

Já! En staðan á honum er ágæt og betri en við bjuggumst við. Vonandi verður þetta ekki langur tími og þá er ég að tala um svona viku eða 10 daga eða svo. Það er það sem ég heyri núna og vonandi stenst það bara.

Sagði Jakob og vonandi verður Nimrod mættur á gólfið fyrir KR-inga von bráðar.

Fréttir
- Auglýsing -