Haukar héldu í Garðarbæ eftir frábæran sigur á móti Stólunum og voru þeir að fara mæta Stjörnunni sem voru ný búnir að tapa fyrir ÍR-ingum. Eftir spennandi fyrri hálfleik náðu heimamenn góðum tökum á leiknum og sigldu að lokum nokkuð öruggum sigur í höfn, 99-75
Gangur leiks
Stjörnumenn byrjuðu fyrsta leihluta mun betur og náðu að byggja fína forystu fljótt, síðan gáfu Haukarnir í og náðu að minnka muninn í 3 stig fyrir annan leikhluta. Í öðrum leikhluta fóru þó Haukarnir í næsta gír og leit allt út fyrir að þetta stefndi í hörku leik, þeir unnu þennan leikhluta og fóru því liðinn inn í hálfleik jöfn að stigum.
Hinsvegar í þriðja leikhluta sýndu Stjörnu men afhverju þeir eru efstir í deildinni og stungu Hafnfirðingana af, þeir bjuggu til þessa foryrstu útfrá aggressive vörninni sinni og góðu boltaflæði, sést á þessum kafla að þeir eru klárlega mest samstillta liðið. Í fjórða leikhluta var spurninginn bara með hversu miklu Stjarnan myndi vinna, þeir héldu áfram að gefa í þá sérstaklega varnarlega séð. Það var frábært að sjá þá spila í seinni hálfleik og hvað allir leikmenn geta stigið upp. Lokatölur 99 – 75
Tölfræðin lýgur ekki
Tölfræðinn sem stendur upp úr í kvöld er klárlega munurinn á hálfleikjum hjá liðunum, það sést klárlega hvað Garðbæingar stigu upp í seinni hálfleik og gerðu í rauninni bara útum leikinn snemma í þriðja leikhluta.
Atkvæðamestir
Enn og aftur hjá Stjörnunni fengu þeir framlag úr mörgum áttum, það var enginn sem sprengdi stigaskorið upp en Hilmar Smári var stigahæstur með 21 stig og 7 stoðsendingar, Ægir skilaði skilvirkum 19 stigum, 7 fráköst og 9 fráköst. En Jase Fabres og Shaquile Rombley eiga skilið “shoutout” fyrir frábæra varnarstöðu, það er ekki alltaf sem lið fá 2 útlendinga sem nenna að spila vörn í 40 mínútur og gera það svona vel.
Hjá gestunum var Steven Jr Verplancken og Everage stigahæstir með 19 stig og eftir þeim var DeSean Parson með tvöfalda tvennu, 14 stig og 10 fráköst.
Kjarninn
Í leiknum í dag leit það út fyrir að Stjörnumenn hafi mætt bara í öðrum gír og sást það aðallega á því að vörnin var ekki jafn sterk og hún er vanalega, en í hálfleik hafa Baldur og Ingi sagt eitthvað sniðugt við sína men því þeir koma inn með allt annan kraft og Haukar áttu enginn svör við vörninni þeirra. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Stjörnuna sérstaklega eftir tapið við ÍR í síðustu umferð en Haukar geta labbað burt með höfuðið hátt þrátt fyrir stórt tap, þeir sýndu góða frammistöðu í fyrri hálfleik og eru þeir búnir að vinna 2 leiki eftir að Friðrik Ingi tók við þeim. Stjörnumenn halda áfram að sína flottan balance í sínum leik, þeir sitja en fastir efstir í deildinni.
Myndasafn (væntanlegt)