spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaNýr leikmaður á Meistaravelli

Nýr leikmaður á Meistaravelli

KR hefur samið við Cheah Emountainspring Rael Whitsitt um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Cheah er 26 ára bandarískur miðherji sem þegar hefur hafið leik fyrir félagið, en hún var atkvæðamikil í sigri liðsins á dögunum gegn ÍR.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild KR hefur samið við Cheah Emountainspring Rael Whitsitt um að leika með liði meistaraflokks kvenna á þessari leiktíð. Cheah er miðherji og kemur frá Bandaríkjunum.

Cheah er 26 ára gömul og er 180 sm á hæð. Cheah útskrifaðist úr Texas A&M háskólanum árið 2020 og hefur síðan leikið sem atvinnumaður m.a. í Þýskalandi, Írlandi, Kosovo, Púertó Ríkó og á Íslandi. En Cheah lék tímabilið 2022-2023 með Snæfelli í efstu deild og var þar með 23,8 stig og 17,6 fráköst að meðaltali í leik.

Cheah hefur nú þegar leikið einn leik með KR-stúlkum í 1. deild kvenna, en hún var með 30 stig og 11 fráköst í 63-88 sigri á ÍR í síðustu viku.

Hörður Unnsteinsson, þjálfari meistaraflokks kvenna:

“Cheah er frábær viðbót inn í hópinn og kemur til með að fylla upp í miðherjastöðuna okkar. Hún hefur komið með alveg ofboðslega mikla orku inn á æfingar hjá okkur síðustu vikur og er með mikil gæði. Hún hefur einnig komið inn af miklum krafti sem þjálfari fyrir yngri flokkana og því mikill fengur fyrir allan klúbbinn að fá stelpu eins og Cheah í KR.”

Fréttir
- Auglýsing -