spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHeim úr háskólaboltanum

Heim úr háskólaboltanum

Grindavík hefur á nýjan leik samið við Braga Guðmundsson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Bónus deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Bragi er að upplagi úr Grindavík, en er að koma aftur til liðsins úr bandaríska háskólaboltanum þar sem hann hefur verið síðustu tvö tímabil, fyrst með Penn State og nú í vetur með Campbell.

Tilkynning:

Okkur Grindvíkingum hefur borist heldur betur óvæntur og risastór liðsstyrkur fyrir seinni hluta Bónus-deildarinnar en Bragi Guðmundsson ætlar að klára tímabilið með okkur.

Bragi hefur síðustu tvö tímabil leikið í bandaríska háskólaboltanum, fyrst með Penn State og nú í vetur með Campbell. Hann tekur sér núna frí frá námsbókunum og tekur slaginn með Grindavík, alvöru liðsstyrkur hér á ferð.

Jóhann Þór Ólafsson er spenntur að fá Braga inn í hópinn.

“Það eru auðvitað frábærar fréttir að fá Braga heim. Hann hefur vaxið mikið sem leikmaður úti í Bandaríkjunum og mun bæta vel í vopnabúrið okkar. Að fá hávaxinn og snöggan leikmann sem getur líka skotið inn í hópinn eykur breiddina hjá okkur töluvert og gefur mér fleiri tromp á hendi til að spila úr.”

Fréttir
- Auglýsing -