spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaÍslandsmeistararnir sterkari í lokin gegn nýliðunum

Íslandsmeistararnir sterkari í lokin gegn nýliðunum

Íslandsmeistarar Keflavíkur lögðu nýliða Hamars/Þórs í 15. umferð Bónus deildar kvenna í Blue höllinni í kvöld, 84-77.

Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur þar sem gestirnir leiddu eftir fyrsta fjórðung, 22-25, náðu heimakonur í Keflavík góðum tökum á leiknum og voru sjálfar komnar með forystuna þegar í hálfleik var komið, 48-40.

Í Upphafi seinni hálfleiksins ná heimakonur svo að hanga á forskoti sínu, en nýliðarnir eru þó ekki langt undan og er leikurinn langt frá því að vera búinn þegar í fjórða leikhluta er komið, 70-57. Gestirnir ná að gera þetta að leik á lokamínútunum þar sem þær komast næst stigi frá heimakonum þegar um þrjár mínútur eru til leiksloka, 76-75. Lokakaflinn var þó eign Keflavíkur. Klára leikinn á 8-2 áhlaupi og vinna því að lokum með 7 stigum, 84-77.

Eftir leikinn er Keflavík í 3. sæti deildarinnar með 20 stig á meðan Hamar/Þór er í 10. sætinu með 10 stig.

Atkvæðamestar heimakvenna voru Jasmine Dickey með 16 stig, 9 fráköst, 5 stolna bolta og Sara Rún Hinriksdóttir með 14 stig og 7 fráköst.

Fyrir Hamar/Þór var það Hana Ivanusa sem dró vagninn með 16 stigum og 6 fráköstum. Við það bætti Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir 24 stigum og Kristrún Ríkey Ólafsdóttir var með 16 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -