spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaValur með nauman sigur á Aþenu

Valur með nauman sigur á Aþenu

15. umferð í Bónusdeild kvenna hófst í kvöld, þar á meðal tóku Valskonur á móti Aþenu. Mjög mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Valskonur vilja tryggja sig í umspilið og Aþena í harðri botnbaráttu. Leikurinn sjálfur var leikur ákafra varna, Valur var með nauma forystu nánast allan leikinn, voru samt hársbreidd frá því að tapa leiknum, en náðu að landa góðum sigri 63-61.

Það var mikill hraði í byrjun leiks, Valskonur, sem voru án Ástu Júlíu, voru þó nokkuð grimmari og náðu smá forskot í upphafi. Valur spilaði aggressíva svæðisvörn sem virtist slá Aþenustúlkur út af laginu.  Einnig var skotnýting heimakvenna mun betri og fór svo að Valskonur leiddu eftir fyrsta leikhluta 26-15.

Aþena byrjaði með látum, tóku einhver fjögur skóknarfráköst í sömu sókninni. Tóku 1-6 áhlaup þegar Jamil tók leikhlé, sem stöðvaði þetta áhlaup. Vörnn small aftur hjá heimakonum og þær náðu aftur upp þægilegu forskoti. Aþena reyndi hvað það gat að minnka muninn með því að spila betri vörn. En þær áttu í erfiðleikum með að stoppa sendingar Önnu Mariu. En hálfleikstölur voru 43-35.

Seinni hálfleikur byrjaði ósköp svipað og hinir tveir leikhlutarnir, mikil og ákafar varnir hjá báðum liðum.  Valur hélt sinni forystu í byrjun, en Aþena tókst að minnka hana í 5 stig. Þá tóku Valskonur við sér og sóttu aftur í fyrri forystu. Þá tók Brynjar leikhlé og ég held að það hafi heyrst til Hafnarfjarðar.  Aþena náði aðeins að laga stöðuna, en Valskonur leiddu eftir 3 leikhluta, 56-50.

Valskonur byrjuðu síðan betur í þeim fjórða, Aþenukonum gekk bölvanlega að setja stig á töfluna.  En þeim til happs, þá voru Valskonur ekkert að skora heldur, þegar 5:25 mínútur voru eftir, var staðan í leikhlutanum, 3-0! Þegar síðan voru 3:12 eftir, þá var staðan í leikhlutanum 3-6. Bæði góður varnarleikur og lélegur sóknarleikur hjá báðum liðum.  Aþena komst yfir í fyrsta skipti þegar innan við mínúta var eftir af leiknum. Síðustu senurnar voru mjög spennandi, sem endaði á því að Valur kreisti út sigur og unnu 63-61. Valur skoraði aðeins 7 stig í þessum leihluta og Aþena 11.

Hjá Valskonum var Alyssa stighæst með 16 stig. Jiselle setti niður 11 stig. Sara Líf átt enn og aftur góðan leik með ódrepandi smitandi baráttu, hún setti niður 9 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar.  Hjá gestunum var Ajulu með flest stig eða 11 og Barbara kom skammt á eftir með 10 stig.

Næstu leikir þessara liða er á þriðjdaginn eftir viku, þegar Valur heimsækir Stjörnuna en Aþena fær Þór frá Akureyri í heimsókn.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -