spot_img
HomeBikarkeppniTveir leikir á dagskrá 8 liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag

Tveir leikir á dagskrá 8 liða úrslita VÍS bikarkeppninnar í dag

Tveir leikir fara fram í 8 liða úrslitum VÍS bikarkeppninnar í dag.

Í VÍS bikar kvenna fer fram lokaviðureign átta liða úrslitanna þegar Ármann tekur á móti Hamar/Þór í Laugardalshöll. Fyrri viðureignir umferðarinnar voru allar á dagskrá í gær, en þar tryggðu sig áfram í undanúrslit Þór Akureyri, Njarðvík og Grindavík.

Í VÍS bikar karla er svo einnig ein viðureign þar sem Álftanes tekur á móti grönnum sínum úr Stjörnunni í Forsetahöllinni. Um er að ræða fyrstu viðureign átta liða úrslitanna, en á morgun eru svo á dagskrá þrír leikir.

Leikir dagsins

VÍS bikar kvenna – 8 liða úrslit

Ármann Hamar/Þór – kl. 19:00

VÍS bikar karla – 8 liða úrslit

Álftanes Stjarnan – kl. 19:15

Fréttir
- Auglýsing -