Hamar lagði Breiðablik í Hveragerði í kvöld í fyrstu deild karla, 91-87.
Eftir leikinn er Hamar í 2. sæti deildarinnar með 22 stig líkt og Ármann sem eru í efsta sætinu vegna innbyrðisstöðu. Blikar eru hinsvegar í 5. sætinu með 14 stig.
Karfan spjallaði við Mikael Mána Hrafnsson þjálfara Breiðabliks eftir leik í Hveragerði.
Viðtal / Oddur Ben