spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKR sterkari á lokasprettinum á Meistaravöllum

KR sterkari á lokasprettinum á Meistaravöllum

KR vann Þór á Meistaravöllum í kvöld í 14. umferð Bónus deildar karla, 102-99.

Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum með 14 líkt og Keflavík í 5. til 7. sæti deildarinnar.

Eftir nokkuð sterka byrjun Þórs má segja að KR hafi haft nokkuð góð tök á leiknum frá miðjum öðrum fjórðung. Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn þó gífurlega spennandi á lokakaflanum. Stór karfa frá Veigari Áka Hlynssyni og víti frá Þorvaldi Orra Árnasyni og Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni innsigluðu þó sigurinn fyrir KR, 102-99.

Atkvæðamestir fyrir KR í leiknum voru Vlatko Granic með 20 stig, 9 fráköst og þá bætti Þórir Guðmundur Þorbjarnarson við 18 stigum, 9 fráköstum og 7 stoðsendingum. Fyrir Þór var það Jordan Semple sem dró vagninn með 25 stigum og 7 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -