spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaEins stigs sigur Grindavíkur á Egilsstöðum

Eins stigs sigur Grindavíkur á Egilsstöðum

Grindavík lagði Hött með minnsta mun mögulegum í kvöld í 14. umferð Bónus deildar karla.

Eftir leikinn er Grindavík í 3.-4. sæti deildarinnar með 16 stig, en Höttur í 11. sætinu með 8 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi á lokamínútunum, en hvorugt liðið setti þó stig á töfluna síðustu tæpu þrjár mínúturnar. Þá var það DeAndre Kane sem setti sigurkörfuna, 63-64.

Atkvæðamestir fyrir Hött í leiknum voru Justin Roberts með 20 stig, 7 fráköst og Obie Trotter með 14 stig og 5 fráköst.

Fyrir Grindvíkinga var Ólafur Ólafsson atkvæðamestur með 14 stig og 6 fráköst. Þá skilaði Daniel Mortensen 11 stigum og 7 fráköstum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -