spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaSigurganga Tryggva og félaga í FIBA Europe Cup hélt áfram

Sigurganga Tryggva og félaga í FIBA Europe Cup hélt áfram

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao lögðu Sassari í kvöld í annarri umferð riðlakeppni FIBA Europe Cup, 77-60.

Á rúmum 19 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Tryggvi Snær 5 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti.

Bilbao hefur unnið alla leiki sína í keppninni til þessa og eru öruggir í átta liða úrslit keppninnar. Ekki er ljóst hver mótherji þeirra verður þar, en leikið er heima og heiman 5. og 8. mars nk.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -